Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 28 manna hóp fyrir EM í Póllandi. Æfingahópur Íslands verður tilkynntur á næstu dögum, en endalegur 16 manna hópur fyrir EM verður valinn á rétt fyrir mót. Æfingar A landsliðs karla hefjast 29. desember og spila strákarnir við Portúgal í Höllinni 6. og 7. janúar. Föstudaginn 8. janúar heldur liðið til Þýskalands þar sem lokaundirbúningur liðsins fer fram og verða m.a. spilaðir tveir leikir Þjóðverja. Meðfram æfingum A landsliðs karla hérna heima æfa líka B landsliðið og U20 karla.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga fulltrúa í þessum æfingahópi en Arnar Freyr Arnarsson var valinn að þessu sinni. Sannarlega ánægjulegt fyrir Arnar að fá að máta sig við þá bestu.
Arnar Freyr Arnarsson Fram
Gangi þér vel.
ÁFRAM FRAM