Í dag gekk Knattspyrnudeild Fram frá samningi við varnarmannin öfluga Hafþór Þrastarson. Samningurinn er til tveggja ára og kemur Hafþór til liðs við Fram frá Fjarðabyggð.
Hafþór er fæddur árið 1990 og hefur mikla reynslu bæði í efstu deild og 1.deild. Hann hefur leikið með FH, Haukum, KA, Selfossi og nú síðast með Fjarðabyggð í 1.deildinni í sumar, þar sem hann lék 19 leiki og skoraði eitt mark.
Framarar bjóða Hafþór innilega velkominn og binda miklar vonir við samstarfið á komandi árum.
Hafþór er þar með fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Fram á þessu hausti og verður öflugur liðstyrkur í vegferð okkar Framara að koma liðinu í efstu deild.
Knattspyrnudeild FRAM