Meistarflokkur Fram lék æfingaleik við Leikni í gærkvöldi og fór leikurinn 3-1 fyrir Leikni. Helgi Guðjónsson skoraði markið fyrir Fram og Magnús Snær Dagbjartsson spilaði sin fyrsta leik fyrir meistaraflokk og stóð sig vel. Báðir þessir leikmenn eru fæddir árið 1999 og eiga því framtíðina fyrir sér í boltanum. Ási er greinilega að skoða okkar ungu og efnilegu drengi sem veit á gott, vel gert drengir.
ÁFRAM FRAM