fbpx
Toggi

Sorglegt tap í síðasta leik fyrir jól

Kristo gegn ibvStrákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld síðasta leik sinn fyrir jól í Olísdeildinni, mótherjar kvöldsins voru mosfellingar en leikið var að Varmá.
Við byrjuðum leikinn í kvöld vel og mér fannst eins og við værum vel stemmdir fyrir þennan leik, staðan eftir 10 mín. 3-4.  Við náðum ekki að fylgja góðri byrjun eftir, fórum illa með góð færi og gerðum mikið af tæknifeilum það sem eftir lifði hálfleiksins. Lítið skorað næstu 10 mín, staðan 7-5.  Við kláruðum hálfleikinn illa og voru undir 13-9 í hálfleik, okkar leikur ekki nægjanlega góður í fyrri hálfleik. Ferlegt að fara svona illa með góð færi.
Það var því á brattan að sækja í síðari hálfleik, við náðum samt að minnka muninn strax í byrjun, vörnin var betri í síðari hálfleiknum en einhvern veginn náðum við aldrei flugi í þessum leik.  Staðan eftir 40 mín. 15-12. Við misstum þá aftur fram úr okkur og voru mest undir 5 mörk, staðan eftir 50 mín.  18-15. Við náðum aldrei að stíga skrefið til fulls, vorum bölvaðir klaufar á köflum.  Við heldum samt áfram að reyna og náðum að jafna leikinn þegar 11 sek. voru eftir.  Þeir fengu samt loka sóknina og við fengum á okkur víti þegar leiktíminn rann út.  Skelfilegt að láta þá komast í færi og þetta var aldrei víti. Lokatölur í kvöld súrt tap 22-21. Hvet ykkur til að skoða myndskeið af vítakast dómnum á mbl.is, hreint grín.
Við vorum ekki að spila þennan leik vel, voru sjálfum okkur vestir, fórum illa með færin og tókum mikið af röngu ákvörðunum. Varnarleikurinn var ágætur í síðari hálfleik en ekki nægjanlega góður í þeim fyrri, Kristófer var fínn í markinu og verður ekki sakaður um þetta tap.
Það sem var sorglegast við þennan leik var frammistaðan dómara leiksins. Ég bara trúi ekki öðrum en þetta verði síðasti leikur þeirra á þessu tímabili í efstu deild.  Þeir eru í engu standi til að dæma, dómar þeirra algjörlega út úr korti á báða vegu og eftirlitsmaður leiksins hlýtur fara vandlega yfir málin með þeim félögum.
Annað sem pirraði mig í þessum leik var að við fengum 2 mín. á bekkinn fyrir mótmæli og það gengur ekki. Þó ég skilji ykkur þá er þetta bannað og mjög vont í svona stöðu.  En hvað um það þetta var síðasti leikur okkar fyrir jól, ekki leikur í deildinn fyrr en í byrjun febrúar.  Við leikum næst í deildarbikar FÍ milli jóla og nýárs, við sjáumst þá,  Gleðileg jól.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!