fbpx
hildur gegn val vefur

Góður sigur að Hlíðarenda í Olísdeild kvenna

Lísa gegn valStelpurnar okkar í handboltanum mættu Val í fyrsta leik okkar á nýju ári í Olísdeild kvenna. Leikið var að Hlíðarenda sem hefur fengið sitt gamla og góða nafn aftur, allt annað líf. Það var fámenni á pöllunum en góður hópur af okkar fólki sem var gaman að sjá, sauðtryggir FRAMarar klikka aldrei.
Leikurinn í kvöld fór vel afstað við tókum öll völd á vellinum, vörnin góð og við settum fín mörk úr öllum stöðum.  Staðan eftir 10 mín. 2-6. Við höfðum fín tök á leiknum það sem eftir lifði hálfleiksins, við samt að fá á okkur alltof mörg mörk að mínu mati.  Við þurfum að vera miklu grimmari að brjóta í vörninni, þ.e að klára okkar leikmenn, erum oft að káfa eitthvað á þeim í stað þess að brjóta og stoppa boltann.  Fengum nokkur svona mörk á okkur sem við hefðum að mínu mati getað stoppað með smá meiri grimmd.  Við fengum svo sem ekkert mikið af mörkum á okkur í fyrri hálfleik en hefðum getað komið í veg fyrir nokkur að mínu mati. Staðan í hálfleik 10-16. Fínn hálfeikur hjá stelpunum.
Síðari hálfleikur byrjaði líka vel, við bættum við okkar forrustu og náðum mest 8 mörkum, staðan eftir 40 mín. 14-21.  Á þessum kafla var ekkert sem sagði mér að liðið yrði í vandræðum með sigur í þessum leik en annað átti eftir að koma á daginn.  Við héldum reyndar sjó næstu 10 mín. og vorum með örugga forrustu eftir 50 mín, 18-24. Við með algjöra yfirburði á öllum sviðum leiksins en þá er eins og við hreinlega hættum leik.  Við töpuðum síðustu 10 mín. 9-4 sem var algjör óþarfi, þrátt fyrir það var sigur okkar aldrei í hættu en samt áhyggjuefni. Lokatölur í kvöld 27-28 og sigur okkar aldrei í raunverulegri hættu.  Það er samt áhyggjuefni hvað við dettum mikið niður á svona köflum og fáum á okkur mikið af mörkum. Þurfum að vinna í þeim málum því það gæti farið illa  gegn sterkari andstæðingum en þeim sem við mættum í kvöld.  Næsti leikur verður þannig leikur, sá verður í Vestmannaeyjum á sunnudag kl.13:30, það verður alvöru leikur sem á eftir að reyna verulega á.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!