fbpx
Valur-Fram-goð

Góður sigur á Þrótti í miðnæturleik

Valur - Fram 021Strákarnir okkar í fótboltanum léku í kvöld miðnætur leik gegn Þrótti á Reykjavíkumótinu og var að venju leikið í Egilshöll.  Þetta er eins og í Höllinni í gamladaga þegar leiknir voru margir leikir á kvöldi og allir farnir heim þegar síðasti leikurinn hófst.  Það er ekki hægt að spila leiki á föstudagskvöldum kl. 21:00, hver stjórnar þessari vitleysu og ætlast til að fólk komi og horfi á þessa leiki, hræðilegur tími að mínu mati.
Við byrjuðum þennan leik ágætlega, breytt lið frá síðasta leik sem er eðlilegt að þessum tíma árs, ljóst að Ási er að skoða mismunandi möguleika sem er gott. Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik, fengum 2-3 þokkaleg færi sem við hefðum átt að nýta en aðeins eitt sem fór á markið.  Ágætt tempó í leiknum en  ljóst að við þyrftum að gefa meira í þennan leik, mér fannst við geta gert betur, við eigum inni sem er jákvætt.
Síðari hálfleik byrjaði ekki alveg eins og ég hafði vonað þ.e að við settum aukinn kraft í okkar leik, við unnum okkur samt jafnt og þétt inn í leikinn. Við fengum gott færi á 57 mín. þegar Halldór Þórðarsson kom sér í gott færi en náði ekki að setjann, vel gert hjá drengnum. Á 76 mín. óð Alex Freyr hreinlega  upp völlinn, setti boltann fyrir þar sem Orri var mættur og setti knöttinn örugglega í netið, 1-0. Flott vinnsla hjá Alex og gaman að sjá svona frumkvæði. Flott mark. Við vorum betri það sem eftir lifði leiks, áttum færi og voru mun hættulegri. Við vorum nokkuð líklegir til að bæta við og á 89. mín setti Einar Bjarni mark eftir hornspyrnu þrumaði knettinum með hægri vel gert hjá drengnum. Lokatölur í leiknum, 2-0 sigur.   Síðari hálfleik bara góður góð barátta í okkar ungu mönnum eins og í síðasta leik, eitthvað sem þjálfarinn þarf að fara að skoða alvarlega.  Miklu meira líf þegar okkar ungu menn mæta til leiks.  Flottur sigur og eitthvað til að byggja á.  Næsti leikur er á fimmtudag gegn Fjölni í Egilshöll, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email