Stelpurnar okkar í handboltanum mættu í dag Haukum í Olísdeild kvenna en leikið var að Ásvöllum. Við gerðum jafntefli við Hauka í fyrri leiknum á heimavelli í september því var ljóst að þessi leikur yrði erfiður. Það var þokkalega mætt á leikinn en við hefðum mátt vera fleiri í dag, hefðum þurft á því að halda.
Við byrjuðum leikinn í dag betur þó ekki hafi munað miklu á liðunum í byrjun, staðan 3-4 eftir 7 mín. Við náðum svo hægt og rólega að bæta okkar leik og vorum yfir 11-5, þegar best lét. Við misstum svo aðeins einbeytinguna og Hauka stelpur náðu að minnka muninn í eitt mark, 11-10 en við kláruðum hálfleikinn vel, voru yfir í hálfleik, 19-15. Fínn hálfleikur en ljóst að þetta yrði hörkuleikur þar sem við yrðum að sýna okkar besta í 60 mín.
Við mættum svo hálf rænulausar til leiks í síðari hálfleik, misstum niður okkar forrustu og lentum undir 21-20. Eftir þessa byrjun var leikurinn í járnum og liðin skiptust á að skora en við heldur að elta. Við jöfnuðum leikinn í stöðunni 26-26 , eins og við ætluðum að taka slaginn og klára leikinn en við náðum ekki að fylgja þessari syrpu okkar eftir. Við fengum tækifæri til að vinna þennan leik en náðum ekki að sýna okkar besta á loka mín leiksins. Lokatölur í dag, tap 29-27. Ferlegt að tapa þessum leik, hefðu átt að gera betur, fengum til þess tækifæri en náðum ekki að sýna okkar besta í hörkuleik, því miður. Hildur setti 9 mörk, Ragheiður 7, Steinunn 6 en aðrir minna. Næsti leikur er gegn Fjölni heima á fimmtudag, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM