fbpx
Óðinn vefur

Bikar draumurinn úti eftir tap í Garðabæ

Toggi gegn FHStrákarnir okkar í handboltanum mættu í kvöld Stjörnunni í 8 liða úrslitum Coka Cola bikarsins, leikið var í Garðabæ.  Það var þokkalega mætt í Mýrina en vantaði meiri  stemmingu á pallana okkar megin sem var svo sem skiljanlegt. Það var mikið í húfi, sigur í þessum leik tryggði sæti í “final four” undanúrslitum í Laugardalshöll sem er mjög skemmtileg reynsla og upplifum fyrir leikmenn.
Leikurinn í kvöld var sérkennilegur, veit hreinlega ekki hvað við FRAMarar vorum að gera í fyrri hálfleik við mættum ekki vel stemmdir til leiks og hugarfarið kolrangt. Það var jafnræði fyrstu mín. leiksins en svo fór að halla undan fæti í okkar leik.   Staðan eftir 10 mín. 6-4.  Við náðum svo að jafna leikinn í 9-9 þegar 20 mín. voru liðnar en leikur okkar ekki sannfærandi. Mér fannst samt eins og við værum að komast á rétta leið en þá hrundi  leikur okkar endanlega í þessum hálfleik. Við fengum á okkur 4 mörk í röð án þess að okkar leikmenn svo mikið sem klukkuð andstæðinginn. Við náðum svo að hanga í þeim það sem eftir lifði hálfleiks og staðan í hálfleik 18-14. Við fengum á okkur 18 mörk í fyrri hálfleik sem er ekki í lagi, varnarleikur okkar hrein hörmung, markvarslan eftir því, sóknarleikurinn slakur sem skilaði mörgum auðveldum mörkum í bakið.  Ferlegt að horfa á þennan hálfleik og fátt sem gladdi mann því miður. Dómarar leiksins voru sér kapituli sem ég nenni ekki að fara út í hérna en þeir voru heldur slakari en við.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel, maður hafði samt á tilfinningunni að við gætum komið okkur inn í leikinn með smá viðleitni og baráttu. Staðan eftir 40 mín. 22-18.  Við náðum að jafna leikinn á 47 mín. 24-24. Við náðum að bæta okkar varnarleik og fórum að spila betur sóknarlega.  Staðan eftir 50 mín 25-26, við komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum og bullandi spenna í húsinu.  Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði leiks, við á undan að skora og fengum færi til að klára leikinn en nýttum það því miður ekki.  Lokatölur í venjulegum leiktíma 28-28.
Það þurfti því að framlengja og ekki minnkaði spennan í húsinu.  Framlengingin fór ekki vel í okkur, lentum undir og vorum undir eftir 5 mín. 30-29.  Við töpuðum svo þessum leik á misstökum sóknarlega en við hentum frá okkur boltanum 5-6 sinnum í framlengingunni. Við höfðum hreinlega ekki taugar í að klára þennan leik, ömulegt að tapa þessu svona.  Lokatölur í kvöld, 32-31.
Held að okkar strákar þurfi að setjast aðeins niður og fara yfir málin, þessi leikur er að mörguleiti framhald af síðasta leik og ljóst að við þurfum að gera betur í næstu leikjum ef ekki á að fara illa.  Við erum ekkert verri í handbolta núna en við voru í vetur og því ekkert að vanbúnaði að leiðrétta málið en til að það takist þurfa allir að leggja sig fram og skila öllum sem þeir eiga í leikinn.  Flóknara er það ekki.
Næsti leikur er á fimmtudag í Mosó, þurfum að mæta algjörlega geðveikir í þann leik. Upp með hausinn drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email