Strákarnir okkar í fótboltanum hófu í kvöld leik í Lengjubikarnum þegar þeir mættu Stjörnunni í Egilshöll. Það var vel mætt á leikinn og greinilegt að áhugi FRAMarar er að aukast. Liðið lék æfingaleik gegn B68 frá Færeyjum á föstudagskvöld en sá leikur endaði með skiptum hlut 1-1. Við skoruðum á undan með marki frá Kristófer Reyes og voru yfir þar til á loka mín. leiksins þegar gestirnir skoruðu og jöfnuðu leikinn. Ágætlega mætt á þann leik sem var í Úlfarsárdal og menn höfðu það á orði að þetta væri fyrsti Evrópuleikur FRAM í Úlfarsárdal. Þeir verða fleiri í dalnum, munið mig um það.
Leikurinn í kvöld var ekki okkar leikur, við byrjuðum illa, bárum mikla virðingu fyrir andstæðingunum og sáum ekki alveg til sólar í fyrri hálfleik. Staðan eftir 17 mín. var 0-2, fyrra markið var dálítð klúður og kom strax á 11 mín. það seinna á 17 mín. gott mark og lítið við því að segja. Eins og áður sagði þá náðum við lítið að halda boltanum og byggja upp okkar leik, þurfum að læra að leika á móti svona öflugu liðum og hafa trú á okkar liði. Staðan í hálfleik óbreytt 0-2. Ljóst að við yrðum að gera mun betur ef ekki ætti illa að fara.
Eitthvað hefur Ási blásið lífi í okkar menn í síðari hálfleik þó við næðum ekki að skora en við bættum okkar leik þegar á hálfleikinn leið. Fengum á okkur mark á 75 mín. staðan 0-3. Við náðum aðeins að ógna marki andstæðingana eftir markið og aukið líf í okkar mönnum. Það dugði bara ekki í kvöld, mættum sterku liði sem við vorum ekki tilbúnir að mæta, niðurstaðan, 0-3 tap. Lítið við þessu að gera en ljóst að við þurfum að girða okkur í brók, við getum alveg bitið betur frá okkur og eigum að hafa meiri trú á eigin getu. Diddi var flottur í markinu, var okkar besti maður en allir geta gert betur. Mótið er rétt að byrja og ekki ástæða til að örvænta en þurfum að mæta grimmari og með hausinn uppi í næsta leik.
Næsti leikur er á laugardag í Úlfarsárdal en þá ætlum við að leika æfingaleik gegn ÍA kl. 12:00, endilega kíkið á þann leik.
ÁFRAM FRAM