fbpx
Elfa Þóra vefur

Öruggur FRAM sigur á UMFA í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn KAStelpurnar okkar í handboltanum mættu í dag UMFA í Olísdeild kvenna en leikið var að Varmá. Það var róleg stemming í húsinu og fámenni, samt alltaf kjarni af okkar fólki sem mætir hreinlega á alla leiki, þrátt fyrir dásemdar veður til útiveru.  Takk fyrir stuðninginn FRAMarar. Við áttum ekki von á erfiðum leik en mikilvægt að mæta með fulla einbeytingu og hrista af sér bikarleikinn í vikunni.
Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks, greinilegt að þær ætluðu ekki að gefa neitt.  Við byrjuðum af fullum krafti og þessi leikur varð aldrei að leik. Við stóðum að vísu  mikið í vörn og gerðum það vel.  Settum mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og til að gera langa sögu stutta þá vorum við fimmtán mörkum yfir í hálfleik, staðan í hálfleik 5-20.  Vörn og markvarsla góð í þessum hálfleik.
Það var því ljóst að við þyrftum ekki að gera mikið í þeim seinni til að vinna sigur en stelpurnar gerðu vel, héldu áfram að spila góða vörn og kláruðu leikinn með sóma.  Lokatölur 11-32.  Það er oft erfitt að halda svona leiki út en við gerðum það vel varnarlega, markvarslan góð Guðrún og Hafdís skiptu með sér hálfleikunum og vörðu hvor um sig 10 bolta.  Steinunn setti 6 mörk í dag, Ragheiður og Elva 5, Sigurbjörg 4 en aðrir minna.  Allir fengu að spila og mörkin dreifðust töluvert.  Fínn leikur hjá okkar stelpum en algjör skildu sigur.  Næsti leikur er á laugardag á heimavelli gegn ÍR, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!