fbpx
Hörður Pé vefur

Glæsilegur súpufundur FRAM

Súpa góðAsi með ræðuVið FRAMarar héldum í dag súpufund númer fimm þennan veturinn og súpan var í samræmi í daginn. Við erum alsælir með mætinguna, nokkur ný andlit sem var frábært að sjá.  Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 90  menn og konur sem gæddu sér  á þessari kraftmiklu  súpu. Það var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins.
Við fengum til okkar gest en Ásmundur Arnarsson þjálfari meistaraflokks karla mætti og hélt smá tölu um karla lið FRAM í fótbolta. Þar fór hann yfir hvernig liðið hefur verið að þróast síðustu ár. Ásmundur  kynnti stjórn, leikmenn, þjálfara og það fólk sem kemur að hinu ýmsu verkum innan deildarinnar.  Síðan fór hann vítt og breitt yfir stöðu mála, hvernig hann sér liðið þróast á næstu árum, stöðu liðsins í dag og margt fleira. Flott yfirferð hjá Ása og þökkum við honum kærlega fyrir komuna. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og fáum örugglega nýjan þjálfara í heimsókn á næsta fund.

Það er von okkar að við sjáum alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 1. apríl 2016. Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu.

Takk fyirr komuna

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email