fbpx
4

Tap í Coka Cola bikar 4. fl. kvenna yngri

4. fl.kv. yn Harpa4. fl.kv. yngir úrslit IIStelpurnar okkar í 4. fl. kvenna yngri léku fyrsta úrslitaleikinn okkar í dag þegar þær mættu Víkingum í Coka Cola bikarnum í Laugardalshöll.  Það var vel mætt þó leikurinn væri frekar snemma, flott stemming í húsinu og umgjörðin glæsileg, virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari bikarhelgi.
Við byrjuðum leikinn vel, samt smá taugatitringur í mannskapnum, komumst yfir 4-2 en fengum þá á okkur sex mörk í röð án þessa að svara.  Við náðum svo að laga okkar leik fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 7-9.  Vörnin ekki nógu góð í fyrri hálfleik, markvarslan góð en við pínu klaufar í sókninn.  Flottur leikur.
Við náðum strax að jafna leikinn í síðari hálfleikn, 9-9 en þá kom vondur kafli og við misstum Víkinga í
9-15 eftir 44 mín. Við náðum að laga stöðuna í 13-17 þegar 10 mín. voru eftir og setja smá spennu í leikinn, minnkuðum svo muninn í tvo mörk en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir og lokatölur í dag 16-20.
Súrt að tapa svona leik en við getum verið stoltar af leiknum, allir að gera sitt besta en það dugði bara ekki í dag.  Flottur leikur stelpur.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum úr leiknum á http://frammyndir.123.is/ kíkið á það.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!