fbpx
4. fl

Tap í 4. fl.kvenna eldri eftir framlengingu í Coka Cola bikarnum

4. fl.kv. Eldri liðsmynd bikar 2016.Stelpurnar okkar í 4. fl. kvenna eldri léku í dag til úrslita í Coka Cola bikarnum gegn HK en leikið var í Laugardalshöll.  Það var fjölmenni í Höllinni, mikil stemming, umgjörðin flott,  alltaf gaman að taka þátt í bikarúrslitum.
Leikurinn í dag var jafn og spennandi,  liðin skiptust á að vera yfir en þegar á hálfleikinn leið tókum við forrustu og náðum að halda henni út hálfleikinn.  Liðin mjög jöfn að mér fannst,  við náðum samt ekki okkar besta leik, greinilegt að það var mikil spenna í liðinu.  Staðan í hálfleik  11-10.  Lena Valdimarsdóttir  gerði 8 mörk í fyrir hálfleik, magnað.
Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum liðin skiptust á að hafa forrustu, við heldur með frumkvæðið framan af en svo var þetta jafnt til loka,  staðan eftir venjulegan leiktíma 18-18.  Það þurfti því að framlengja.
Í framlenginunni fengum við góð tækifæri til að slíta okkur frá HK stelpun en nýttum færin okkar ekki nógu vel. Staðan eftir fyrri framlenginu 19-19, allt í járnum.  Það fór svo að lokum að við töpuðum þessum leik 21-20, ferlega súrt en ekkert við því að segja.
Flottur leikur og flott frammistaða hjá okkar stelpum.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum úr leiknum á http://frammyndir.123.is/ kíkið á það.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email