fbpx
3. fl.kv

3. flokkur kvenna Coka Cola bikarmeistari 2016

Bikarmeistarar 2016 3. fl.kvennaStelpurnar okkar í 3. fl. kvenna  léku  í dag til úrslita í Coka Cola bikarnum í Laugardalshöll.  Það var vel mætt, flott stemming í húsinu og umgjörðin glæsileg. Það er toppurinn að fá að spila þessa úrslitaleiki í Höllinni.
Leikurinn í dag var gríðarlega jafn frá fyrstu mín. Liðin skiptust á að skora og ég held að það hafi aldrei munað meira en einu marki í fyrri hálfleik. Staðan eftir 10 mín. 5-5, eftir 20 mín. 7-7 og staðan í hálfleik 10-10. Flottur leikur, ágætur varnarleikur og markvarsla.  Við að leika ágætlega í þessum hálfleik.
Við byrjuðum síðari hálfleik ekki nógu vel,  lentum undir tvö mörk í byrjun en náðum að laga það fljótlega. Staðan eftir 40 mín.  12-12.  Við bættum okkar leik og náðum að loka vörninni betur og Hafdís fór að verja vel.  Staðan eftir 50 mín. 17-14.  Við kláruðum þennan leik svo sem stíl, náðum 4-5 marka forrustu sem dugði okkur til sigurs. Fórum reyndar hrikalega með færin undir lokin en það kom ekki að sök.
Flottur leikur stelpur og til hamingju.

ÁFRAM FRAM

Fullt af flottum myndum á http://frammyndir.123.is/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!