Strákarnir okkar í 2. fl.karla léku loka leikinn á þessum bikar sunnudegi í Laugardalshöll. Strákarnir mættu Val, fullt af fólki í Höllinni, hörku stemming í húsinu og bara gaman.
Við byrjuðum leikinn í kvöld þokkalega, við byrjuðum strax að elta og staðan eftir 10 mín. 4-6. Við náðum ekki nógu góðum tökum á þessum leik, varnarlega vorum við ekki nógu hreyfanlegir og markvarslan í samræmi við það. Sóknarlega vantaði framlag frá fleirum. Staðan eftir 20 mín. 8-10. Við náðum ekki að klára hálfleikinn nógu vel, staðan í hálfleik 9-13. Áttum að gera betur.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega, við náðum að minnka munin í eitt mark en náðum ekki að nýta tækifærið til fulls, fórum illa með góð færi, klaufar á þessum kafla. Staðan eftir 40 mín. 15-16. Við áfram að reyna en alltaf vantaði lokahnykkinn þannig að við næðum að jafna eða að komast yfir. Fengum tækifæri til þess en nýttum það ekki. Staðan eftir 50 mín. 17-19. Loka kaflinn í leiknum var líflegur en eins og áður sagði fórum við oft illa að ráði okkar og vorum klaufar. Það fór svo að lokum að við töpuðum þessu leik 22-25. Sennilega voru það sanngjörn úrslit, við náðum ekki að sýna okkar besta og því fór sem fór.
Margt gott en það vantaði herslumuninn, takk fyrir skemmtilegan og líflegan handboltadag. Við FRAMarar eigum fullt af flottum handboltamönnum og konum.
ÁFRAM FRAM
Fullt af flottum myndum á http://frammyndir.123.is/