fbpx
Ragnheiður gegn KA vefur

Tap í Olísdeild kvenna

Guðrun gegn FjolniStelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld Stjörnunni í Olísdeild kvenna, leikið var í Mýrinni. Óþolandi nafn á þessu húsi, Mýrin er auðvitað í Safamýrinni en þeir voru sniðugir í Garðabæ að eigna sér “okkar” nafn á þetta hús.  Það var vel mætt af okkar fólki eins og venjulega en þeir fengu lítið fyrir aurinn í kvöld.  Leikurinn byrjaði ljómandi vel, krafur í okkar konum og útlitð bara gott, við yfir eftir 10 mín. 4-6. Liðið að spila ágætlega, bæði í vörn og sókn.  Leikurinn jafnaðist á næstu mín, við gáfum eftir og misstum forrustuna, nýttum færin illa og staðan eftir 20 mín. 9-9.  Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði hálfleiks, við hefðum átt að gera betur, staðan í hálfleik 12-13, ágætur hálfleikur hjá okkar stúlkum. Vörnin hefði þurft að gera betur í þessum hálfleik, en allt í járnum og skemmtilegur leikur.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, náðum að bæta við okkar forrustu en svo flaug hún út um gluggan á augnabliki. Staðan eftir 40 mín. 18-16. Varnarleikur okkar ekki að ganga upp.  Við misstum aðeins tökin á þessum leik, vorum samt inni í leiknum og aldei lagt á milli liðanna.  Staðan eftir 50 mín. 25-22.  Það má segja að við höfum alveg misst hausinn það sem eftir lifði leiks, við náum að setja eitt mark á næstu 10 mín. og sáum hreinlega aldrei til sólar. Við töpuðum leiknum frekar illa, lokatölur 29-23.  Það bara algjörlega dó á okkar leikmönnum og við áttum því miður engin svör. Slæmt tap en það þýðir ekkert að hengja haus, leikmenn þurfa aðeins að skoða sinn leik og mæta svo tvíelfdar í þann næsta. Upp með hausinn stelpur þið eruð flottar í handbolta, þurfum bara að sýna okkar besta.  Næsti leikur er á heimavelli á sunnudag gegn FH. Sjáumst í Safamýrinni á sunnudag kl. 17:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!