fbpx
Valtýr

Tap í eyjum í Olísdeild karla

Kristo gegn ibvStrákarnir okkar í handboltanum héldu til eyja um miðjan dag í dag en liðið mætti eyjamönnum í Olísdeildinni í kvöld.  Alltaf sérstakt að spila í eyjum og gaman að sækja þá heim. Ekki margir stuðningsmenn FRAM á svæðinu enda ekki mögulegt að komast til eyja með góðu móti, Sandeyjahöfn lokuð eins og svo oft áður.
Leikurinn í kvöld byrjaði fjöruglega, mikið skorað, við með frumkvæðið í byrjun. Við yfir til að byrja með en svo jafnaðist leikurinn, staðan eftir 10 mín. 4-5.  Við misstum aðeins tökin á leiknum og fengum mikið af mörkum á okkur eftir hraðaupphlaup og seinni bylgju, vorum ekki að ráða við eyjamenn á þessum tíma. Kristófer kom okkur til bjargar og þá jafnaðist leikurinn staðan eftir 20 mín. 8-8. Við samt í vandræðum með seinni bylgju eyjamanna, þeir að skora of mikið úr henni. Fjörið hélt bara áfram það sem eftir lifði hálfleiksins, okkar varnarleikur ekki nægjanlega góður, vörnin að opnast mikið en Kristó að halda okkur á floti með góðum leik. Sóknarlega vorum við að fá mörk frá mörgum leikmönnum sem var gott, staðan í hálfleik 14-13.  Mikið skorað en ljóst að við þyrftum að laga varnarleikinn, Arnar Freyr ekki með í kvöld og það hafði kannski áhrif á okkar varnarskipulag.
Við byrjum síðari hálfleik illa, ferlegt að gera þetta, við byrjuðum á 6-1 kafla og við nánast búnir að tapa leiknum strax á fyrstu 8  mín. leiksins.  Staðan eftir 40 mín. 20-15. Við náðum okkur lítið á strik eftir þessa byrjun, Kristófer að bjarga því sem hægt var en fátt að ganga upp hjá okkur.  Staðan eftir 50 mín. 25-18. Við óhressir með dómgæsluna en það er oft þegar illa gengur.  Munurinn fór mest í 8 mörk, 29-21, þá var botninum náð. Við náðum samt að rífa okkur aðeins upp í restina og laga stöðuna, lokatölur 31-27.
Byrjun síðari hálfleiks fór algjörlega með þennan leik og varð aldrei leikur eftir það.  Kristófer og Valtýr voru flottir í þessum leik, vörðu vel, samtals 23 skot sem verður að teljast mjög gott.  Annað sem var jákvætt var að 10 leikmenn náðu að skora í kvöld. Það er alltaf erfitt að spila í eyjum og leikmenn verða að gefa allt ef þeir ætla að sigra þar.  Við getum ekkert verið að velta okkur mikið upp úr þessum leik, hann fór illa, þurfum að einbeyta okkur að næsta verkefni sem verður á heimavelli eftir slétta viku.
Við FRAMarar þurfum að fjölmenna á leikinn og  styðja strákana enda mjög mikilvægur leikur fyrir okkur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!