fbpx
ragnheiður gegn Fjölnir vefur

Glæsilegur FRAM sigur í Olísdeild kvenna

Guðrun gegn FjolniStelpurnar okkar í handboltanum fengu FH í heimsókn í Safamýrina í dag. Það var ágætlega mætt, fátt til að byrja með en það rættist úr, erfiður tími til að spila en ekki annað í boði,  mót í húsinu alla helgina.  Við fengum skell í síðasta leik og mér fannst hugur í okkar liði, fannst eins og leikmenn hafi verið hugsi eftir síðasta leik, voru ekki sáttar.
Leikurinn í dag var góður, við byrjum vel, ákveðni í okkar leik, markvarsla og vörnin í góðu lagi, sóknarleikurinn hraðari og ákveðnari en í undanförnum leikjum.  Við fengum framlag frá flestu okkar leikmönnum og það var sérlega ánægjulegt.  Við hleyptum fimleikastelpunum ekkert í dag,  við miklu betri á öllum sviðum handboltans og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-7. Virkilega gaman að horfa á þennan hálfleik, allir leikmenn að skila sínu.  Vel gert.
Síðari hálfleikur átti því að vera formsatriði og hann var það í raun og veru.  Það sem var samt ánægjulegt var að við slökuðum ekkert á að ráði, auðvitað fengur fleiri að spila en við gáfum aldrei færi á okkur í dag. Vörnin var góð allan leikinn, Guðrún var mjög góð í þessum leik, varði að ég held 19 bolta á þeim  50 mín. sem hún spilaði.  Guðrún varði líka 5 af þeim 10  vítaköstum sem hún fékk á sig sem verður að teljast glæsilegt.  Við fengum sem sagt á okkur 10 vítaköst í þessum leik en  við fengum aðeins eitt sjálfar. Við kláruðum þennan leik með sóma, lokatölur 29-17.  Vörnin var góð allan leikinn, spilaði kannski dálítið aftarlega sem kostaði mörg vítaköst en vann vel í dag.  Sóknarlega vorum við góðar, Sigurbjörg að spila vel í dag og góð hreyfing á liðinu. Margir að skila sínum í dag sem var jákvætt.  Markvarslan var góð, Guðrún og Hafdís með 22 skot varin sem er mjög gott. Ragnheiður setti 8, Sigurbjörg og Arna Þyri 4, Hildur og Hulda 3.  Flottur leikur hjá okkar stelpum í dag og margt jákvætt í okkar leik.  Nú er smá landsleikja hlé og næsti leikur er ekki fyrr en á skírdag á Akureyri.  Því um að gera að æfa vel og vinna vel á þessari braut.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email