Valinn hefur verið 19 manna leikmannahópur A landsliðs Íslands kvenna í handbolta fyrir lokaleikina í undankeppni EM sem haldið verður í Svíþjóð seinna á þessu ári.
Ísland mætir Frakklandi miðvikudaginn 1. júní klukkan 20.00 í Valshöllinni og Þýskalandi sunnudaginn 5. júní klukkan 15.00 að íslenskum tíma í Porsche Arena í Stuttgart. Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum landsliðshópi en Steinunn Björnsdóttir var valinn í hópinn að þessu sinni. Þess ber að geta að Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður okkar FRAMara gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla.
Steinunn Björnsdóttir Fram
Gangi þér vel Steinunn
ÁFRAM FRAM