Strákarnir okkar í fótboltanum hófu seinni umferð Íslandsmótsins Inkassódeildin, á því að mæta KA á heimavelli í Laugardalnum. Fyrri leikur liðanna fór ekki vel en við töpuðum honum sannfærandi 3-0 fyrir norðan. Því var harma að hefna og mikilvægt að ná stigi eða stigum á okkar fallega heimavelli.
Leikurinn í kvöld var þokkaleg skemmtun ekki mikið af færum af okkar hálfu, við náðum fáum skotum á markið og fengum ekki mörg færi. Leikurinn að mestu jafn og við hljótum að vera súrir eftir þennan hálfleik. Við fengum á okkur tvö mörk á 24 mín. og 45 mín. bæði voru þau með skalla og kannski hefðum við átt að gera betur varnarlega ? Ljóst að staða okkar í hálfleik var ekki góð. Held samt að staðan í hálfleik segi ekki alveg til um muninn á liðunum í þessum hálfleik. Sjaldan spurt um sanngirni í íþróttum en KA með mun meira sjálfstraust en okkar menn. Staðan í hálfleik 0-2.
Það lá heldur á okkur til að byrja með í síðari hálfleik, við náðum samt að vinna okkur inn í leikinn og settum mark á 61 mín. þegar við fengum víti sem Indrið skoraði úr af öryggi. Við náðum betri tökum á leiknum eftir markið og vorum lengi vel líklegir til að setja mark. Góð barátta í okkar mönnum og við spiluðum betur en í fyrri hálfleik. En það fór því miður ekki þannig. Við fengum á okkur ódýrt víti á 83 mín. þegar Ingibergur lét veiða sig í gildru, Diddi var nálægt því að verja vítið en inn fór ann. Þar með fór okkar möguleiki til að vinna leikinn, lokatölur í kvöld 1-3.
Fúlt að tapa þessum leik en held að við séum bara aðeins frá þessum topp liðum eins og er, okkar lið er ekki komið nægjanlega langt til að gera atlögu að efstu deild þetta árið. Liðið var þó að spila betur en síðast þegar ég sá þá á heimavelli, meiri kraftur í mannskapnum og jákvæð teikn á lofti.
Við fáum þorpsliðið frá Akureyri í heimsókn í næstu viku og þá verður spennandi að sjá hvað okkar menn gera.
Næsti leikur á miðvikudag gegn Þór í Laugardalnum, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM