fbpx
Vefur

Öruggur FRAM sigur á Gróttu í Olísdeild kvenna

Hafdís gegn GróttuStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld við Gróttu á heimavelli í Olísdeildinni. Það var ótrúlega vel mætt miðað við nýjan leiktíma en við FRAMarar höfðum lagt til þennan tíma þar sem það hentaði okkur betur að þessu sinni.
Við byrjuðum leikinn vel, náðum strax frumkvæðinu og stelpurnar voru virkilega klára í þennan leik, Við voru yfir allan hálfleikinn og gáfum aldrei færi á okkur. Hildur byrjaði leikinn mjög vel, Ragnheiður var að hitta vel og í raun allir að skila sínu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 19-10.
Við að spila vel, bæði í vörn og sókn,  ásamt því að Guðrún var að verja vel.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, gott framhald af þeim fyrri, gáfum Gróttu aldrei færi á neinu í leiknum. Tókum vel á í vörn, vorum hreyfanlegar, fljótar að refsa og í uppstilltri sókn vorum við mjög ákveðnar.  Við hreyfðum liðið vel í síðari hálfleik og þeir sem komu inn skiluðu sínu mjög vel. Arna og Hafdís Iura settu fín mörk og það er eitthvað sem við þurfum á að halda.  Lokatölur í kvöld 33-23.
Lena lék sinn fyrsta leik með mfl. í kvöld að ég best veit, við óskum henni og stelpunum öllum til lukku með „Konudaginn“. Vel get stelpur.
Mjög öruggur sigur og gott innlegg fyrir næsta  leik sem er alvöru, undanúrslit í bikar. Þessi leikur telur reyndar ekkert í þeim leik, við þurfum að koma okkur niður á jörðina og mæta svona vel stemmdar í þann leik því það er „leikurinn“.
Hvet FRAMara til að mæta á leikinn í Laugardalshöll á fimmtudag, kaupa miða í forsölu því þá fær FRAM aurinn óskiptann til sín.  Allir að mæta í bláu á fimmtudag sjáumst í höllinni.  Nánar um þann leik síðar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!