fbpx
liðið gegn Haukum vefur

PEDRO HIPÓLITO RÁÐINN ÞJÁLFARI FRAM

Knattspyrnufélagið FRAM hefur gengið frá ráðningu Portúgalans Pedro Hipólito sem þjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Hipólito tekur formlega til starfa mánudaginn 03. júlí nk. en honum til aðstoðar verður Ólafur Brynjólfsson, sem stýrt hefur liðinu frá því að samið var um starfslok Ásmundar Arnarssonar.

Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense.  Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético.

„Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði FRAM,“ segir Hermann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar FRAM.

Hipólito hefur hlotið sérstakt hrós fyrir  „maður á mann“ þjálfunaraðferðir sínar, en hann þykir jafnframt hafa mikla yfirsýn og vill láta lið sín spila skemmtilegan fótbolta.  Hvað þetta varðar passa hugsjónir hans afar vel saman við hugsjónir FRAM.

Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem FRAM býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð FRAM.  Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ segir Hermann.

Fyrsti leikur FRAM undir stjórn Hipólito verður gegn Keflavík á Laugardalsvelli fimmtudaginn 05. júlí nk.

Nánari upplýsingar:

Formaður knattspyrnudeildar Fram

Hermann Guðmundsson 693-4800 / hermann@kemi.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!