fbpx
Andri mark

Púff

Strákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í kvöld. Leikið var á heimavelli gegn FH, alltaf smá spenna fyrir fyrsta leik.  Við áttum gott mót í fyrra og því spennandi að sjá hvernig við myndum höndla það að mæta til leiks eftir Öskubusku ævitýrið í vor.

Leikurinn var svo kapituli útaf fyrir sig, held að ég hafi ekki séð okkar lið spila jafn illa í FRAMhúsi frá opnun.
Við mættum ekki til leiks, andleysi, áhugaleysi, baráttuleysi eru orð sem mér dettur í hug.
Við sáum aldrei til sólar í þessum leik, sóknarlega slakir og á löngum köflum bara eins og byrjendur. Ótrúlegt að sjá til okkar, því ég held að enginn úr okkar liði hafi versnað svona í handbolta frá því í vor.
Varnarlega vorum við ekki með, náðum varla að klukka andstæðingin sem veit ekki á gott.
Staðan í hálfleik 8-23.

Síðari hálfleikur var svo sem skárri, við börðum aðeins frá okkur, mér fannst eins og okkur væri ekki sama og létum aðeins finna fyrir okkur. Sóknarlega gerðum við nokkur góð mörk en leikurinn auðvitað löngu farinn og fátt gott um hann að segja.  Lokatölur 43-26.

Það er ljóst að við þurfum að fara vel yfir okkar leik, það er bara ekki boðlegt að mæta svona til leiks. Leikmenn hljóta að horfa í eigin barm eftir þetta og hugsa sig vel um hvort þeir vilji upplifa svona leik aftur.
Ég hef bullandi trú á okkar liði, fullt af flottum strákum sem eru góðir í handbolta, bráttan og samstaðan sem við sáum í vor var til fyrirmyndar það er það sem við viljum sjá aftur og við þurfum að byggja á.
Ekki ástæða til að dvelja mikið við þennan leik, hann er sá fyrsti af mörgum og nú þurfum við að standa saman og hefna.
Næsti leikur er á mánudag á útivelli gegn Stjörnunni, hvet FRAMara til að mæta og styðja strákana og stelpurnar í Mýrinni, það er tvíhöfði í vændum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!