Handknattleiksdeild FRAM mun í vetur senda tvo ný meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmótinu í handbolta.
Annarsvegar sendum við lið í Grill 66 deild kvenna sem er í raun 1. deild kvenna og hinsvegar lið í 2. deild karla.
Þessi tvö lið verða blanda af leikmönnum sem spila í mfl. kvenna og 3 fl.kvenna annarsvegar og hinsvegar blanda af strákum úr mfl.ka. og 2. fl.karla.
Hugmyndin er að gefa leikmönnum sem ekki komast að í meistaraflokki eða spila lítið tækifæri til að spila áfram með FRAM og að auki að gefa yngri leikmönnum tækifæri til að spila í meistaraflokki og fá þannig smá nasaþef af því að spila í fullorðis flokki.
Á móti þessu hefur 2. fl.karla verður lagður niður tímabundið og mun ekki spila á Íslandsmótinu í ár, 3. fl.kvenna mun hinsvegar spila á Íslandsmótinu.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum liðum í vetur og sjá hvernig okkar unga og efnilega handbolta fólk spjarar sig í þessum deildum karla og kvenna.
Fysti leikur í Grill 66 deild kvenna verður á morgun laugardag í FRAMhúsi kl. 13:30, endilega kíkið á ungafólkið okkar.
ÁFRAM FRAM