fbpx
Harpa, Ingunn og Jónína vefur

Fram semur við þrjá unga og efnileg leikmenn

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningum við þrjár ungar og efnilegar stelpur.  Þær verða hluti af æfingahópi meistaraflokks kvenna í vetur og munu ef vel gengur taka sín fyrstu skref með meistaraflokki Fram.  Samningar Fram við þessa leikmenn eru allir til tveggja ára.

Stelpurnar eru allar uppaldar í Fram og hafa leikið með Fram upp í gegnum alla yngri flokk félagsins. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum leikmönnum á komandi árum og ekki ólýklegt að við sjáum þær á stórasviðinu áður en langt um líður. Auk þess munu þær spila með U liði FRAM í Grill 66 deildinni.

Þær sem skrifuðu undir eru:

Harpa María Friðgeirsdóttir.
Harpa María er fædd árið 2000.  Hún leikur í stöðu vinstri hornamanns.

Jónína Hlín Hansdóttir
Jónína Hlín er fædd árið 2000.  Hún leikur í stöðu vinstri skyttu og öflugur varnarmaður.

Ingunn Lilja Bergsdóttir.
Ingunn Lilja er fædd árið 1999.  Hún leikur í stöðu leikstjórnanda og vinstri skyttu.

Til hamingju FRAMarar

Handknattleiksdeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email