FRAM 5.fl. kvk, yngri urðu Reykjavíkurmeistarar um helgina, með fullu húsi stiga.
Unnu alla leiki mjög örugglega og verður spennandi að fylgjast með þessu liði á næstu árum.
Mótið var haldið í Íþróttahúsi FRAM, 5 lið kepptu, þar af var Fram með 2 lið og var frammistaða og framkoma liðanna til mikillar fyrirmyndar.
Þetta var skemmtilegt og flott mót, þar sem fjölskylda og vinir fjölmenntu til að hvetja liðin.
Til hamingju FRAMarar