fbpx
Reykjavikurmeistarar2017 6. kv

6. fl. kvenna eldri Grafarholti Reykjavíkurmeistari 2017

Stelpurnar í 6.flokki  (eldra ár) í Grafarholti léku á Reykjavíkurmótinu í handbolta síðastliðna helgi en mótið fór fram  í Laugardalshöll.
Liðið lék fjóra leiki og vann þá alla nokkuð sannfærandi.

Stelpurnar eru því Reykjavíkurmeistarar 2017 en þess má geta að þær unnu einnig mótið í fyrra og voru því að verja titilinn í ár.

Flottur árangur hjá þessum efnilegum leikmönnum.

Til hamingju FRAMarar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email