Strákarnar í 5. flokki (yngra ár, lið 1) spiluðu vel um helgina og unnu alla leiki sína í Reykjavíkurmótinu
og eru þar með Reykjavíkurmeistarar.
Leikina fjóra unnu þeir alla sannfærandi og enduðu með 50 mörk í plús.
Leikið var í Íþróttahúsinu í Grafarvogi. Strákarnir voru flottir í vörn og sókn og verður gaman að sjá þá spila í framtíðinni.
Til hamingju FRAMarar