FRAM hefur nú stofnað KRAKKABLAK í samstarfi við foreldra, en um er að ræða tilraunaverkefni til að kanna áhuga á íþróttinni í hverfinu.
Við höfum fengið til liðs við okkur frábæran þjálfara, Natalíu Rava, en hún hefur mikla reynslu og við erum heppin að fá hana til liðs við okkur.
Blakað verður á laugardögum kl. 12-13 í Ingunnarskóla frá 23.sept. til 25.nóv.
Allir krakkar á aldrinum 10-16 ára eru velkomnir. Skráning er á fram.felog.is
Verðið er 5.000 kr fyrir önnina.
Þau börn sem hafa áhuga eru hvött til að mæta endilega á laugardaginn.
Blakskor FRAM