fbpx
Stjarnan karla vefur

Jafnt gegn Stjörnunni í Olísdeild karla

Eins og komið hefur fram þá var tvíhöfði í Mýrinni í kvöld, strákarnir áttu seinni leikinn gegn Stjörnunni. Spennandi að sjá hvernig þeir myndu mæta til leiks eftir skrautlega frammistöðu í þeim síðasta. Ég var reyndar algjörlega viss að þeim myndu mæta klárir til leiks eftir að hafa hitt suma þeirra á göngunum.
Þeir vissu upp á sig skömmina.
Leikurinn í dag var skemmtilegur framan af, við byrjuðu vel, kraftur í okkar mönnum og bullandi barátta í liðinu. Allt annað að sjá okkur í byrjun leiksins. Leikurinn jafn og jafnt á flestum tölum, staðan eftir 15 mín. 6-6.
Við héldum áfram að döflast varnarlega en hefðum mátt nýta færin okkar betur. Það kom okkur í koll undir lok hálfleiksins þegar Stjarnan seig framúr, ekki að þeir væri eitthvað betri, heldur nýttu þeir færin betur. Við fórum illa með 5-6 dauðafæri sem er dýrt í svona leik. Staðan í hálfleik 15-12.  Margt gott í þessum hálfleik, ekki besti handbolti í heimi en menn lögðu allt í leikinn sem er til fyrrimyndar.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við vorum fljótir að jafna, breyttum varnarleiknum sem virkaði vel. Staðan  18-18 eftir 40 mín. Við bættum svo í og vorum mest þrjú mörk yfir, staðan eftir 50 min. 20-23. Þarna vorum við með leikinn í okkar höndum en þá hættum við sóknarlega og sóknarleikurinn slakur það sem eftir lifði leiks.  Ferlegt að sjá okkur, við hættum að sækja og fórum bara í fæddur skírður. Þarna hefðum við þurft að halda haus og halda áfram að keyra á þá sóknarlega. Vorum bara pínu hræddir.
Við náðum samt að halda jöfnu sem var í raun nokkuð merkilegt miðað við okkar sóknarleik. Börðumst vel varnarlega sem skilaði stigi í dag. Lokatölur í dag 25-25.
Margt gott í þessum leik, leikur okkar miklu betri en við sýndum í fyrsta leiknum.  Baráttan í liðinu góð, þurfum að byggja á þessu og ljóst ef við höldum áfram á þessum nótum þá eigum við eftir að safna stigum.  Siggi Þorstein var góður í dag,  Arnar Birkir flottur ásamt því að Viktor stóð sig vel. Matti gríðarlega duglegur varnarlega.  Fínt stig í húsi, þurfum að byggja á þessum leik, við getum gert betur það er klárt. Vel gert drengir.
Næsti leikur eftir viku á heimavelli gegn Selfoss á heimavelli endilega kíkja í Safamýrina.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!