fbpx
Guðrún ósk vefur

Jafnt gegn Stjörnunni í Olísdeild kvenna

Stelpurnar okkar mættu Stjörnunni í Olísdeildinni í handbolta í dag en leikið var í Mýrinni.  Gaman að fá toppleik svona strax í annarri umferð og það var tvíhöfði í Mýrinni. Fullt af okkar fólki á svæðinu.
Þessi lið áttust við í meistari meistaranna um daginn og þá höfðu við betur á okkar heimavelli í mjög jöfnum leik.
Leikurinn í dag var hrikalega jafn og spennandi, við vorum að elta til að byrja með og lentum undir 4-0 í byrjun. Við náðum svo að jafna leikinn í 6-6  eftir c.a 10 mín. og eftir það  var munurinn aldrei meira en eitt mark. Stjarnan á undan að skora en við jöfnuðum, mikið skorað og ljóst að við getum bætt okkar varnarleik, þurfum klárlega að gera það því Guðrún Ósk var að verja vel.  Við klárum hálfleikinn vel því við náðum að komast yfir í síðustu sókn hálfleiksins, staðan í hálfleik 14-15.
Mjög fínn leikur hjá okkar stúlkum og mjög gaman að sjá unga leikmenn spila og setja mörk.  Harpa María setti 2 mörk og Lena Margrét 1 mark eitthvað sem ég held að við verðum að fara að gera meira af og auka þannig breidd liðsins. Þessar ungu stelpur þurfa að fara að fá meiri spiltíma.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ágætlega, leikurinn aðeins rólegri til að byrja með en svo tókum við frumkvæðið og vorum yfir 19-21 eftir 40 mín.
Það vantaði upp á okkar varnarleik að mér fannst, þurfum að vera aðeins þéttari, mér finnst við vera að leka mörkum þegar við erum búnar að vinna vel, mjög svekkjandi.  Leikurinn áfram jafn og lítill munur á þessum liðum. Staðan eftir 50 mín. 24 – 25.  Við að gera of mikið af mistökum sóknarlega á þessu kafla, Ragnheiður samt að skjóta vel.
Það var ekki mikið skorað  næstu 5-7 mín. eða svo, staðan 27-27 þegar 3 mín. voru eftir. Við að fara illa með okkar sóknir. Leikurinn svo svakalega spennandi undir lokin, 28-28 þegar 50 sek. voru eftir.
Það urðu svo lokatölur leiksins, við náðum ekki að nýta okkar sóknir nógu vel síðustu 10 mín. leikisins og held að við séum pínu súrar að taka ekki bæði stigin í kvöld.
Leikurinn í held bara flottur, við að spila miklu betur en í síðasta leik, margt gott í okkar leik og ljóst að við erum á réttri leið. Við þurfum að vinna áfram í okkar varnarleik og það vantar pínu ákveðni í leikmenn að taka færi sem oft bjóðast.
Leikurinn í held flottur, Ragnheiður og Guðrún mjög góðar í þessum leik.
Næsti leikur á heimavelli á laugardag gegn Fjölni, sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!