fbpx
Fram, knattspyrnudeild

FRAM ENDURNÝJAR SAMNING VIÐ ÞJÁLFARA MEISTARAFLOKKS KNATTSPYRNUDEILDAR

Stjórn knattspyrnudeildar FRAM og Pedro Hipolito hafa skrifað undir samkomulag sem felur í sér að Portúgalinn sjái um þjálfun liðsins næstu 2 ár. Á sama tíma var gengið frá því að Ólafur Brynjólfsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari, haldi því starfi áfram.

Á sama tíma hefur hópur dyggra FRAMara svarað kalli stjórnar knattspyrnudeildar FRAM og ákveðið að koma enn frekar að starfi félagsins, tengja það betur við grasrótina og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta starfið og árangurinn til framtíðar. Þessu kalli hefur verið kröftuglega svarað af fjölmörgum og nú verið að skipuleggja starfið í vetur og undirbúa næsta tímabil. Kjarni úr þeim hópi var viðstaddur undirritun samningsins í dag.

Með komu Pedro Hipolito vorum við að sækjast eftir því að fá þjálfara með mikla menntun og reynslu sem gæti starfað fyrir félagið í fullu starfi. Á sama tíma fannst okkur mikilvægt að ná í nýja þekkingu og reynslu sem nýst gæti félaginu í öllum aldurshópum. Pedro er vanur að starfa bæði með fullorðnum leikmönnum sem og þeim yngri og það er því talsverður spenningur fyrir því að geta nýtt þessa þekkingu næstu 2 árin. Árangurinn á þessu keppnistímabili er stjórninni vonbrigði en um leið staðfesting á því að FRAM vantar fleiri öfluga leikmenn til að geta keppt við bestu liðin í Inkasso deildinni og gert atlögu að því að komast í deild hinna bestu,“ segir Hermann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar.

Ég kom til Íslands með stuttum fyrirvara um mitt sumar. Þá vissi ég ekki mikið annað um landið en að það á frábært knattspyrnulandslið. Þegar mér var kynnt saga velgengni og sigra FRAM fannst mér strax spennandi að koma að því að byggja á ný upp lið sem keppt gæti við þá bestu. Það var snemma ljóst að leikmannahópurinn hjá okkur var takmarkaður og inn í hann vantaði ákveðin gæði til að við gætum blandað okkur í baráttuna. Það verður verkefni vetrarins að fara í gegnum þá valkosti sem okkur standa til boða og setja saman nýtt og spennandi lið fyrir næsta tímabil,“ segir Pedro Hipolito, þjálfari FRAM.

Nánari upplýsingar:

Hermann Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar FRAM í síma 693 4800

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email