fbpx
Sigurbjorg vefur

Fram – Fjölnir – Góður sigur að lokum

Í gær tók meistaraflokkur Fram á móti verðandi nágrönnum okkar úr Gravarvoginum, Fjölni, í þriðju umferð OLÍS deildarinnar í handbolta.

Fín mæting að venju hjá okkar fólki í stúkunni.

Leikurinn byrjaði ekki nógu vel.  Fjölnir komst yfir 0 – 3 og voru mjög ákveðnar.  Fram náði samt mjög fljótlega áttum og var komið yfir 7 – 5 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum.  Það gekk illa að slíta sig frá gestunum og munaði yfirleitt ekki nema 1 – 3 mörkum.  Fram var yfir 14 – 12 í hálfleik.  Ekki alveg nógu gott.

Seinni hálfleikurinn var mikið betur.  Þá mætti vörnin til leiks og Fram náði strax þægilegu forskoti sem mest varð 11 mörk undir lok leiksins.  Lokatölur 31 – 21 og Fram sigraði því seinni hálfleikinn 17 – 9.

Sóknarlega eigum við að geta betur en í dag.  Of mikið af tæknifeilum og stundum að flýta okkur of mikið.  En það er ekki slæmt að skora 31 mark í leik.

Sigurbjörg var óstöðvandi í dag og skoraði 10 mörk þrátt fyrir að hafa þurft að fara af velli um stund í fyrri hálfleik þegar hún fékk ljótan skurð á augabrún og lék eftir það með myndarlegan borða um ennið.  Frábær leikur hjá henni.

Eins og áður segir var vörnin lengi í gang í dag og náði sér ekki vel á strik fyrr en í seinni hálfleik.

Guðrún stóð að venju í markinu og varði 14 skot í leiknum

Mörk Fram í dag skoruðu:  Sigurbjörg 10, Þórey Rósa 6, Ragnheiður Júl 4, Elísabet 4, Hildur 4, Arna Þyri 2 og Marthe 1.

Nú verður smá hlé í deildinni hjá stelpunum vegna landsleikjahlés en næsti leikur er á móti Selfossi, á Selfossi 10. október n.k.

Ps. Það dróst að setja þessa frétt inná síðuna þar sem fréttaritari var vant við látinn að fylgjast með karókí keppni.

Áfram Fram

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!