fbpx
FRAM ÍBV vefur

Spennuleikur í Safamýri

Stelpurnar okkar mættu ÍBV í Olísdeild kvenna í FRAMhúsi í kvöld.  Það var vel mætt og góður stuðningur á pöllunum að venju.  Fínn tími fyrir barnafólk að spila á þessum tíma.
Pínu spenna fyrir þessum leik, ÍBV liðið er vel skipað og hefur verið að spila vel í upphafi móts.

Leikurinn byrjaði líka frekar brösulega, ljóst að það var spenna í báðum liðum og það gekk illa að skora.  Staðan eftir 10 mín.  3-3, báðir markmenn að verja vel.
Leikurinn breyttist fljótt, bæði lið keyrðu upp hraðan í leiknum,  mörkum fór að fjölga, jafnt á öllum tölum og leikurinn fjörugur.  Við ekki að ná upp góðum varnarleik.  Staðan eftir 20 mín. 9-9.
Stefán tók þá leikhlé og lét aðeins heyra í sér. Það virkaði vel, við tókum góðan sprett undir lok hálfleiksins, staðan í hálfleik 16-13.
Að mörguleiti ágætur hálfleikur en ef við spilum ekki betri vörn á þurfum við að hafa mun meira fyrir hlutunum.  Við þurfum að bæta okkur varnarlega.

Við byrjuðum ágætlega í síðari hálfleik, héldum eyjastelpum í 3-4 mörkum, við með leikinn í okkar höndum.  Staðan eftir 40 mín. 19-15. Við slökuðum svo á og Stefán tók aftur leikhlé í stöðunni 23-21, lét aftur heyra vel í sér.  Það virkaði  og við náðum 5 marka forrustu þegar um 10 mín. voru eftir af leiknum.  Þetta var svo smá basl það sem eftir lifði en við eigum bara það góða leikmenn sem geta stigið upp þegar á reynir að við lönduðum þessu leik sannfærandi.   Lokatölur 33-30.
Sóknarleikur okkar í heildina góður, hefðum mátt nýta færin aðeins betur en spiluðum oft frábærlega og gerðum mörg flott mörk að mér fannst.
Varnarlega erum við ekki að vinna nógu vel saman og það vantar uppá þar.  Ljóst að þar getum við bætt okkur mikið.  Eins þurfum við að fækka tæknilegum mistökum mér finnst við geta það auðveldlega, vð erum með það gott lið.
Guðrún var góð í markinu en er að giska of mikið fyrir minn smekk oft löngu farinn í hornin og hefði mátt lesa leikinn betur í kvöld. Samt ekkert hægt að kvarta yfir hennar leik enda varnarleikurinn oft gloppóttur.
Þórey Rósa var mjög frísk gerði mikið af mörkum en ég er nokkuð viss að hún er ekki alveg sátt við nýtinguna.  Þórey hefur mikin metnað og sá á henni að hún var ekki alltaf sátt við sjálfan sig.  Flottur leikur hjá henni.
Ragnheiður var eitthvað dauf á köflum en þegar á reyndi kláraði hún leikinn með flottum mörkum og ekki síðri sendingum.  Sigurbjörg, Marthe og Elísabet flottar í dag.

Næsti leikur er á þriðjudag á heimavelli gegn Haukum, endilega kíka í  FRAMhúsið og styðja stelpurnar.

Vel gert Stelpur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email