Strákarnir okkar í handboltanum mættu Víkingi í Olísdeildinni í dag, magnað að mæta í Víkina, þar átti heima eitt besta handboltalið sem Ísland hefur átt, þetta lið æfði reyndar meira í Réttó og Laugadalshöll eins og venjan var var á þeim árum en Víkingur var besta lið sem Ísland hefur átt þegar Gummi Gumm og fleiri sem ég man ekki hvað heita voru í liðinu, haaaaaaaaaa. Ég man auðvitað hvað þeir allir heita en enginn af þeim hefur spilað fyrir FRAM, nema að Viggó sem þjálfaði okkur um árið, þvílíkt lið sem þarna átti heima. Víkingur var bara besta handboltalið Íslands og allir vildu vinna Víking, hvort sem það var í meistarflokki eða yngri flokkum. Víkingur var uppspretta endanlausra handbolta manna og kvenna. En margt breytist með árunum og núna er það skildu sigur að mæta í Víkina og vinna, merkilegt!
Eftir að hafa horft á síðasta leik Víkings með þjálfara FRAM vorum við sammála um að við ættum að vinna þetta lið en ljóst að við yrðum að nota leið FH að keyra á þetta lið, ekki mæta eins og Sjarnan sem héldu að þetta myndi vinnast á hefðinni. Hefðin vinnur leiki, það er ljóst.
Jæja ekki meira raus, við mættum algjörlega klárir til leiks í dag og fátt um þennan leik að segja. Ég er bara hrikalega stoltur af okkur liði, við mættum til leiks og sýndum að við erum miklu betri en Víkingur. Leikurinn var þó í jafnvægi til að byrja með og liðunum gekk illa að skora. Við náðum svo tökum á leiknum og spiluðum vel það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik 8-16. Margir að spila vel og í raun allt liðið. Viktor sennilega bestur og var að verja vel.
Fátt um þennan síðari hálfleik að segja, við vorum betri á öllum sviðum og gáfum aldrei neina færi á okkur spiluðum okkar leik og fórum mest í ellefu eða tólf mörk, algjörlega með allt okkar á hreinu í þessum leik. Lokatölur 24-32. Margir að spila vel en ekki okkar besti leikur en ljóst að við tókum þenna n leik alvarlega og mættum tilbúnir, það er það sem skiptir máli.
Viktor góður ásamt því að vörnin var að vinna vel sem kláraði þennan leik, vörn vinnur leiki.
Gríðarlega stoltur af mínu liði og mér fannt við sína karakter að mæta tilbúnir í þennan leik. Þessir leikir sem eiga að vinnast eru ekki alltaf þeir auðveldustu. Mikilvægur sigur og við getum verið stoltir að okkar vinnu í þessum leik.
Nú tekur við sá hlé og við verðum að vinna vel í hléinu og mæta enn betri í næsta leik sem verður upp á lif eða dauða. Sjáumst í Dalhúsum og þá vil ég sjá alla úr Grafarholti og Úlfarsársárdal.
ÁFRAM FRAM