fbpx
Lísa vefur

Ljóslaust í Safamýri

Það gekk ekki áfallalaust að byrja leik FRAM og Hauka í Olísdeild kvenna í kvöld, ljósin duttu út þegar bolti lenti í einu ljósinu og olli því að ekki var hægt að koma fullum ljósum á salinn aftur.  Leikurinn tafðist um 30 mín. eða svo, dómararleiksins urðu að fá samþykki beggja liða til að hefja leik þar sem ekki tókst að fá full ljós í salinn en að lokum samþykktu liðin að gera tilraun en dómarar gerðu okkur það ljóst að ef ljósin klikkuðu eitthvað aftur þá yrði leikurinn flautaður af.
Leikur okkar í kvöld var svolítið eins og ljósin, það var hálf kveikt á okkur. Við byrjum illa, okkur gekk ekkert að skora og létum verja frá okkur úr öllum stöðum, sum úr ágætum færum.  Lentum fljótlega undir og þurftum að elta allan hálfleikinn.  Þó við værum ekki að spila vel vorum við inni í leiknum og mér fannst við bara þurfa að spila pínu betur til að ná að jafna. Það tókst ekki fyrir hálfleik en við hresstumst aðeins undir lok hálfleiksins.  Staðan í hálfleik 11-12.

Varnarleikur okkar slakur og sóknarnýtingin afleit. Við ekki líkar sjálfum okkur, andlausar með öllu.

Við mættum aðeins hressari til síðari hálfleiks og komumst fljótlega yfir en það var ekki sannfærandi. Staðan eftir 40 mín. 16-15.  Við misstum aftur tökin á leiknum og andstæðingurinn gekk á lagið. Varnarleikur okkar áfram slakur og sóknin ekki mikið betri. Staðan eftir 50 mín. 20-22.  Við gerðum svo lítið það sem eftir lifði leiks, veit bara ekki hvað ég á að segja. Lokatölur 22-28.

Við mættum aldrei til leiks í kvöld, hvað olli því veit ég ekki en ljóst að leikmenn þurfa að skoða sína frammistöðu.
Varnarlega vorum við afleitar og Guðrún vissi ekki hvort hún var að koma eða fara sem er eðlilegt því við börðumst ekki einu sinni.  Sóknarlega var ekkert í gangi og þó Ragnheiður setti 10 mörk var hún ekki að spila vel.  Það þurfa fleiri að stíga upp sóknarlega, Lísa samt drjúg.
Ljóst að við þurfum að fara aðeins yfir okkar leik og leggja miklu meira af mörkum en við sýndum í þessum leik.  Þetta var bara slakt og algjörlega ljóslaust með öllu.
Næsti leikur er 2. nóv. gegn Val að Hlíðarenda, upp með hausinn stelpur og sjáumst hressar.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum úr leiknum fljótlega http://frammyndir.123.is/pictures/ kíkið á það.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!