Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Val að Hlíðarenda í kvöld. Ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða, Valsstelpur á bullandi siglingu á toppi deildarinnar. Okkar stelpur léku ekki vel í síðasta leik og því spennandi að sjá hvernig við myndum mæta til leiks gegn toppliðinu.
Vel mætt af okkar fólki eins og venjulega. Það sem var sérstakt við þennan leik var að það voru boltasækjar á leiknum, enginn net fyrir aftan mörkin, þetta hægði verulega á leiknum, kannski taktik hver veit ?
Leikurinn byrjaði ekki vel, við lentum strax undir 3-0, vorum smá tíma að ná áttum en náðum svo að jafna leikinn í 6-6 þegar 9 mín. voru liðnar. Náðum ekki að fylgja þessu eftir, voru að gera of mikð að misstökum ásamt því að vörnin var ekki að vinna nógu vel. Staðan eftir 20 mín. 11-8.
Við bara ekki að ná okkur á strik, Stefán tók leikhlé og messaði hressileg.
Það virtist vekja okkar stelpur því við gerðum tvo næstu mörk og meira líf í mannskapnum. En við vorum að gera of mikið af mistökum til að ná að jafnan leikinn aftur. Guðrún að halda okkur á floti í þessum hálfleik með c.a 10-12 bolta varðan. Staðan í hálfleik 16-13.
Nokkuð skemmtilegur og hraður leikur en ljóst að við yrðum að fækka tæknifeilum, nýta færin betur og bæta varnarleikinn ef við ætluðum að vinna þennan leik.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ágætlega, það var kraftur í okkur og stemming. Náðum strax að koma okkur inn í leikinn, staðan eftir 40 mín. 20-19. Gerðum fín mörk en varnarleikur okkar ekki nægjanlega góður. Næstu 10 mín. voru svo gríðarlega spennandi, við að spila ágætlega sóknarlega en vörnin er bara ekki að vinna saman og við klukkuðum þær ekki á löngum köflum. Staðan 26-24 eftir 50 mín.
Við náðum svo að jafna leikinn í 27-27 þegar 5 mín. voru eftir en síðan ekki söguna meir. Lokatölur 31-27.
Það var súrt að tapa þessum leik, því við fengum möguleika á að komast yfir og taka frumkvæðið en það bara gekk ekki í dag. Þó við værum að spila betur en í síðasta leik þá eigum við bara langt í land með að spila góðan varnarleik, það vantar miklu meiri vinnu í vörnina, við erum gríðalega flatar, göngu illa út í skyttur og samvinna leikmanna ekki nógu skilvirk. Þetta þarf að laga strax.
Sóknarlega vorum við að spila betur en sóknarleikurinn alltof gloppóttur og það vantar klókindi. Gerðum mörg fín mörk en það þurfa fleiri að stíga upp og taka frumkvæði.
Guðrún sem hélt okkur á floti í fyrri hálfleik átti erfiðan síðari hálfleik, erfitt að spila fyrir aftan svona vörn.
Ljóst að við þurfum að vinna vel í okkar málum á næstu vikum, verðum að keyra okkur saman varnarlega við vinnum ekki marga leiki nema að við fækkum þeim mörkum sem við fáum á okkur.
Síðan verðum við bara að fækka tæknifeilum.
Næsti leikur er á þriðjudag á nesinu gegn Gróttu, þar viljum við sjá ykkar bestu hliðar.
ÁFRAM FRAM