fbpx
vefur

Rok í Reykjavík

Strákarnir okkar í handboltanum mættu Fjölni á heimavelli í kvöld.  Ekki margir á svæðinu í byrjun leiks enda vitlaust veður úti og ekki allir sem hafa nennt upp úr sófanum.  Samt allir þessir helstu mættir að venju og bara slæðingur í húsinu þegar leikur hófst, vel mætt úr Grafarvoginum.
Leikurinn byrjaði mjög hressilega mikið tekist á samt ekkert óheiðarlega að mér fannst, annar dómari leiks var hinsvegar eitthvað fúll og var ekkert að tvínóna við hlutina, veifaði öllum þeim spjöldum sem hann átti, gul, rauð og blá. Já það gekk ýmislegt á, Siguður Örn Þorsteinsson fékk rautt og blátt, sennilega rétt en mjög strangur dómur.  Ekki viss um að þetta hafi verið rautt ?  Mikið fjör í leiknum og við að elta, staðan eftir 10 mín. 4-6. Skautlegt eins og veðrið.
Við náðum að jafna leikinn eftir að Guðmundur tók leikhlé og róaði okkur aðeins niður. Gerðum reyndar gott betur breyttum stöðunni úr 6-8 í 10-8 á mjög stuttum tíma.  Vorum svo klaufar og fórum illa með góð færi. Staðan eftir 20 mín. 10-11.
Leikurinn var áfram líflegur og skemmtilegur, ekki góðar varnir en mikið af flottum mörkum og fjör.  Staðan í hálfleik 14-13. Þetta var eiginlega sýning þriggja leikmanna, Arnars Birkis, Kristjáns Arnar og Viktors Gísla sem var með tíu bolta varða í fyrri hálfleik.
Saman fjörið hélt svo áfram í síðari hálfleik, fátt um varnir og líflegur sóknarleikur hjá báðum liðum. Staðan eftir 40 mín. 19-19. Við í svolitlum vandræðum með að skora og bara klaufar á köflum.  Þurfum að vera aðeins klókari  í svona stöðum og fara betur með okkar sóknir.
Leikurinn breyttist ekkert, við klaufar að nýta færin okkar ekki betur og tæknifeilar of margir. Fleiri að skora fyrir okkur en varnarleikurinn ekki nógu stöðugur. Staðan eftir 50 mín. 23-23.  Okkur til varnar þá vorum við gríðarlega mikið útaf og því erfitt að ná stöðugleika í vörnina.
Síðustu 10 mín. leiksins voru svo gríðarlega spennandi, við fórum illa að ráði okkar undir lokin og lentum tveimur mörkum undir þegar lítð var eftir en náðum með gríðarlegri bráttu að skora tvö síðustu mörkin og sleppa þannig fyrir horn.
Lokatölur í FRAMhúsi 29-29.

Það væri hægt að skrifa heila ritgerð um þennan leik, hann var pínu skemmtilegur, villtur og spennandi.
Mikið af flottum mörkum Arnar Birkir fór á kostum í okkar liði setti 13 mörk og Viktor Gísli góður með 15-20 bolta varða, þar af tvö víti.  Dómarar leiksins komust svo sem ágætlega frá leiknum en mér fannst þeir illa undirbúnir, tóku mjög stranga línu í byrjun og héldu henni út leikinn.  Það var samt ekki alveg samræmi í öllum hjá drengjunum og mér fannst halla á okkur í dag enda hlutdrægur.
Varnarlega vorum við ekki nógu þéttir, misstum Sigga út mjög snemma, vorum gríðarlega mikið útaf og það skýrir þann hluta leiksins að einhverju leiti.  Viktor Gísli góður í dag.
Leikurinn í held eins og veðrið, ansi villtur og óútreiknanlegur, held að við verðum að vera sáttir við eitt stig úr því sem komið var en með klókari spilamennsku áttum við að vinna þennan leik.
Ljóst að allir fengu eitthvað fyrir peninginn í kvöld, fín skemmtun í rokinu.

Næsti leikur er gegn Val að Hlíðarenda eftir slétta viku, það verður eitthvað.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!