Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs Íslands kvenna í handbolta hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í æfingum í Reykjavík 20 – 23. nóvember og þremur vináttulandsleikjum, annars vegar við Þýskaland 25. nóv. og hins vegar við Slóvakíu 27 og 29. nóv.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum landsliðshópi en Þórey Rósa Stefánsdóttir var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Magnað að við skulum ekki eiga fleiri fulltrúa í þessu landsliði en á því eru vafalaust skýringar.
Þórey Rósa Stefánsdóttir FRAM
Gangi þér vel Þórey.
ÁFRAM FRAM