fbpx
Ragnheidur gegn ibv II vefur

Öruggur sigur á nesinu

Meistaraflokkur kvenna hélt á Seltjarnarnesið í kvöld til að leika við heimakonur í Gróttu.

Fram liðið var þannig skipað í kvöld:  Guðrún Ósk Maríasdóttir, Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Svala Júlía Gunnarsdóttir, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir og Arna Þyri Ólafsdóttir.

Það er skemmst frá því að segja að leikmenn Fram komu mjög ákveðnir til leiks og fljótlega var staðan orðin 1 – 6 fyrir Fram.  Fram slakaði ekkert á og staðan í hálfleik var orðin 7 – 19.  Leikurinn nánast búinn.

Seinni hálfleikur var rólegri og Fram hélt í horfinu án þess að staðan yrði einhverntíma erfið.  Um miðjan hálfleikin var staðan orðin 9 – 25.  Lokatölur urðu síðan 17 – 33.  Öruggur Fram sigur eins og tölurnar gefa til kynna.

Eins og áður sagði byrjaði Fram af krafti og leit aldrei til baka.  Flottur varnarleikur sem skilaði mörgum hraðaupphlaupum ásamt því að Guðrún varði mjög vel í fyrri hálfleik.  Heiðrún Dís kom inná um miðjan seinni hálfleik og varði einnig mjög vel.

Sóknin gekk oft á tíðum mjög vel og skoruð mörk úr öllum stöðum  á vellinum.

Flottur leikur og flottur sigur þar sem allir fengu að spila og láta til sín taka á vellinum.

Mörk Fram skoruðu:  Ragnheiður Júl. 9, Þórey Rósa 8, Harpa María 4, Marthe 3, Sigurbjörg 3, Hildur 3, Lena 2 og Elísabet 1.

Guðrún Ósk varði 12 skot og fékk á sig 14 mörk á um 45 mínútum.  Heiðrún Dís varði 5 skot og fékk á sig 3 mörk á um 15 mínútum.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!