Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi um að Elva Þóra Arnardóttir leiki með Fram næsta vetur í OLÍS deildinni.
Elva Þóra er uppalin í Fram og hefur hvergi annarsstaðar leikið á sínum handboltaferli. Hún hefur leikið vel yfir 150 leiki með meistaraflokki Fram frá því að hún kom fyrst inn í meistaraflokk veturinn 2011 – 2012.
Elva Þóra hefur undanfarin ár leikið sem varnarmaður í miðri vörn Fram.
Handknattleiksdeild Fram lýsir yfir ánægju með það að Elva Þóra ætli að spila fyrir okkur enn einn veturinn.
Áfram Fram