fbpx
Elva vefur

Elva Þóra endurnýjar samning sinn við Fram

Meistaraflokkur Fram konur 2018 – 2019

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi um að Elva Þóra Arnardóttir leiki með Fram næsta vetur í OLÍS deildinni.

Elva Þóra er uppalin í Fram og hefur hvergi annarsstaðar leikið á sínum handboltaferli.  Hún hefur leikið vel yfir 150 leiki með meistaraflokki Fram frá því að hún kom fyrst inn í meistaraflokk veturinn 2011 – 2012.

Elva Þóra hefur undanfarin ár leikið sem varnarmaður í miðri vörn Fram.

Handknattleiksdeild Fram lýsir yfir ánægju með það að Elva Þóra ætli að spila fyrir okkur enn einn veturinn. 

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email