Kæru FRAMarar
Íþróttamaður Fram 2020 verður útnefndur miðvikudaginn 30. desember.
Á 100 ára afmæli FRAM 2008 var ákveðið að taka upp þann sið að kjósa „Íþróttamann/konu ársins“ – aðila sem félagið telur að hafi náð afburða árangri í íþrótt sinni ásamt því að vera fyrirmynd FRAM innan vallar sem utan.
Tilkynnt verður um valið á “Íþróttamanni FRAM 2020″ með öðrum hætti en venjulega vegna aðstæðna í samfélaginu. Valið verður tilkynnt á heimasíðu Fram og á samfélagsmiðlum miðvikudaginn 30. desember kl. 17:00
Þeir FRAMarar sem tilnefndir eru fyrir árið 2020 eru:
Bjarki Kjartansson Taekwondo
Fríða Þórisdóttir Knattspyrna
Hulda Dagmar Magnúsdóttir Taekwondo
Lárus Helgi Ólafsson Handknattleikur
Ólafur Íshólm Ólafsson Knattspyrna
Ragnheiður Júlíusdóttir Handknattleikur
Hvetjum Framara til að fylgjast vel með á netinu en vonumst til að geta boðið ykkur í veglegt hóf að ári.
Minnum svo á Flugeldasölu FRAM í Úlfarsárdal.
Knattspyrnufélagið FRAM