fbpx
mars 2021 vefur

Allt íþróttastarf Fram fellur niður til 14. apríl nk.

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða er okkur gert að  fella niður allar æfingar á vegum Fram.  
Þetta á við allar æfingar inni og úti í öllum aldurshópum.

Mögulega verður hægt að æfa eitthvað eftir að ÍSÍ hefur gefið út leiðbeiningar um hvaða möguleikar verða í stöðunni. Við munum láta ykkur vita um leið að það liggur fyrir.

Tilmæli þessi gilda frá og með deginum í dag og til 14. apríl eða þar til annað verður ákveðið.

Framhús verður lokað og frístundaakstur leggst af.

Félagið mun senda frá sér frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir. 

Skrifstofa Fram er lokuð fyrir heimsóknir  

Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins með því að hringja í 533-5600 eða

Senda tölvupóst á:
dadi@fram.is
johanna@fram.is
kristinn@fram.is
toggi@fram.is
toti@fram.is

Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegum æfingum hvetjum við alla  Framara og iðkendur til að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með fjölbreyttum hætti.

Við stefnum að því að þjálfarar sendi heimaæfingar til okkar iðkenda á næstu dögum.

Njótið páskanna og förum öll varlega.

Knattspyrnufélagið Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email