fbpx
magga gegn Álftanes vefur

Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að styrkja sig

Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir sumarið. Í þetta sinn voru Margrét Regína Grétarsdóttir og Elinóra Ýr Kristjánsdóttir að skrifa undir samning út tímabilið.

Margrét Regína er okkur Frömurum að góðu kunn. Hún spilaði með liðinu 2014 og 2015 og svo 2016 til 2018 með sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram. Árið 2019 var hún fyrirliði Aftureldingar í Inkasso deildinni. Margrét er gríðarlega öflugur og útsjónarsamur miðjumaður sem færir liðinu mikla reynslu.

Elinóra er ungur og mjög efnilegur markmaður sem kemur til Fram frá ÍA og er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hún hefur nú þegar spilað nokkra leiki með liðinu og staðið sig frábærlega.

Við bjóðum þær báðar velkomnar til Fram og hlökkum mikið til sumarsins með þeim.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email