Sælir FRAMarar
Við ætlum að reyna að hefja hið margrómaða og stórskemmtilega getraunastarf FRAM aftur eftir smá Covid hlé. Við ætlum að hittast á sama tíma og venjulega, byrjum laugardaginn 17. apríl milli klukkan 10 og 12 og stefnu á að halda því svo fram á sumar.
Spekingar og spámenn hittast í FRAMhúsinu í Safamýri á laugardögum, ræða málin í sem víðustum skilningi og fylla út getraunaseðla helgarinnar.
Fjölmargir möguleikar og getraunakerfi eru í boði í frábærum félagsskap.
Kíktu í kaffi milli klukkan 10 og 12 á laugardögum !
Athugið að við ætlum að fara eftir öllum reglum, það mega 20 koma saman í einu og við verðum að virða tveggja metra regluna og hvetjum menn til að nota grímur.
Allir velkomnir