Stjórn HSÍ samþykkti rétt í þessu eftirfarandi leikjaplan.
Hér kemur gróft plan fyrir alla mfl.
Olís deild karla. Hún verður kláruð, byrjar 25.apríl með 14 umferð og henni lýkur 3.júní.
Úrslitakeppnin. Hún verður 8 liða með sama fyrirkomulagi og í evrópukeppninni. Hún hefst 8.júní og lýkur 25.júní.
Olís deild kvenna. Hún byrjar 1.maí með 13 umferð og henni lýkur 8.maí. ATH leikur Stjörnunnar og KA/Þórs verður spilaður 26.apríl.
Úrslitakeppnin verður með hefðbundu fyrirkomulagi en viðureignir í undanúrslitum og úrslitum verða styttar.Lið 1 og 2 sitja hjá í 8 liða úrslitum. Lið 7 fer í umspil. Lið 8 fellur. Úrslitin byrja 13.maí og líkur 7.júní.
Grill 66 deild karla. Hún verður kláruð, byrjar 28.apríl með 14 umferð og henni líkur 14.maí.
Úrslitakeppnin. Hún verður með hefðbundu fyrirkomulagi en úrslitaviðureignir verða styttar. Hún hefst 19.maí og lýkur 4.júní.
Grill 66 deild kvenna. Hún verður kláruð, byrjar 27.apríl með 16 umferð og henni líkur 7.maí.
Úrslitakeppnin. Hún verður með hefðbundu fyrirkomulagi en úrslitaviðureignir verða styttar. Hún hefst 19.maí og lýkur 4.júní.
Coca Cola bikarinn.
Kvenna.
Allir leikir verða færðir yfir á haustið.
Karla.
Allir leikir verða færðir yfir á haustið nema 32liða úrslit verða kláruð nú í vor. (24 eða 25.apríl)
Þessi keppni er ekki komin á netið.
________
ATH við eigum eftir að finna tíma með Stöð2 þannig að eitthvað getur breyst.
Allt er komið á netið: www.hsi.is/motamal