fbpx
Copa 2021

Góð stemning í Copa America skólanum

Í dag lauk fyrri vikunni af tveimur í Copa America knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar Fram. Þjálfarar skólans eru leikmenn meistaraflokka Fram ásamt yngri flokka þjálfurum félagsins. Á myndinni má sjá káta fótboltakrakka ásamt þjálfurum sínum en í vikunni hefur verið ríkjandi góð stemning og góður andi meðal þessara fyrirmyndar Framara.

Í næstu viku verður knattspyrnuskólinn aftur á dagskrá eftir hádegi ásamt Útilífsskóla fyrir hádegi. Enn eru laus pláss og hvetjum við þá sem ekki hafa skráð sín börn að gera það sem fyrst – fyrstur kemur fyrstur fær! Allar nánari upplýsingar má finna hér https://fram.is/sumarskoli-ulfarsardal/ og skráning fer fram í gegnum Sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/fram/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!