Andri Már Rúnarsson skrifaði nú um helgina undir atvinnumannasamning við bundisligu liðið TVB Stuttgart til ársins 2025.
Andri reyndist okkur vel seinasta vetur og skorði 100 mörk í deildinni. Þetta er því mikil blóðtaka fyrir FRAM, þar sem komandi tímabil er að hefjast. Að sama skapi samgleðjumst við Andra. Við viljum sjá unga og efnilega leikmenn fara frá FRAM í atvinnumennskuna. Vonandi sjáum við hann aftur í bláu einn daginn.
Handknattleiksdeild FRAM þakkar Andra fyrir sitt framlag og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email