Fótboltaskóli Fram dagana 11.-13. apríl er skemmtilegt námskeið undir styrkri stjórn hins þrautreynda þjálfara yngri flokka Fram Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar eða Villa eins og við þekkjum hann öll. Honum til halds og trausts verða aðrir þjálfarar úr yngri flokkum Fram og leikmenn meistaraflokka karla og kvenna mæta á svæðið og heilsa upp á þátttakendur.
Lögð verður áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fái verkefni við sitt hæfi. Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Unnið verður eftir því að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska.
Námskeiðið fer fram á Framvelli í Úlfarsárdal kl. 13:00-14:30 mánudag til miðvikudags.
Verð er kr. 6.000- og skráning fer fram á Sportabler.