Takk Rógvi Dal Christiansen og Vilhelm Poulsen fyrir ykkar FRAMlag
Rógvi og Villi halda á vit nýrra ævintýra eftir tvö góð ár í Safamýrinni. Færeyingarnir pössuðu vel inn í hópinn og áttu tvö flott tímabil sem leikmenn. Við erum ævinlega þakklátir þeim fyrir að hafa valið FRAM á sínum tíma. Vilhelm flytur sig um set til Danmerkur og hefur nú þegar skrifað undir samning við Lemvig handbold. Rógvi er enn þá að hugsa um næsta skref í sínum ferli. Megi þeim vegna vel í nýjum stöðum og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi árum.
Við gefum Rógvi og Villi orðið:
,,Við hefðum ekki getað valið betra félag en Fram til að spila fyrir á Íslandi. Við eigum eftir að sakna allra sem koma að klúbbnum, hvort sem það eru strákarnir, starfsfólk, stuðningsmenn eða sjálfboðaliðar. Fram hefur verið góður staður til að vera á og félagið hlýlegt við frændur sína frá Færeyjum.
Gangi ykkur vel áfram FRAM, við fylgjumst með!”


